Áætlað er að um þúsundir eða tugir þúsunda manns hafi tekið þátt í mótmælum til að krefjast lausnar félaga þeirra sem voru handteknir í sumar úr fangelsi í miðborg Moskvu í dag. Ólíkt mörgum fyrri mótmælum veittu borgaryfirvöld leyfi fyrir þessum.
Kröfugangan í dag var farin til að krefjast þess að yfirvöld sleppi mótmælendum sem voru handteknir í sumar. Þau mótmæli beindust gegn ákvörðun kjörstjórnar um að banna fjölda frambjóðenda stjórnarandstöðunnar og óháðra að bjóða sig fram til borgarstjórnar.
Reuters-fréttastofan vitnar í Hvíta teljarann, samtök sem fylgjast með mótmælum í Rússlandi, um fjölda mótmælendanna í Moskvu í dag. Þau töldu um níu þúsund mótmælendur. Lögreglan er ekki sögð hafa reynt að koma í veg fyrir að fólk mætti á viðburðinn.
AP-fréttastofan segir aftur á móti að um 20.000 manns hafi komið saman til mótmælanna. Slagorð mótmælendanna hafi verið „Frelsið þau öll!“.
Mótmælin í sumar voru ein þau stærstu gegn stjórn Vladímírs Pútín forseta í sjö ár. Þegar mest lét mættu um sextíu þúsund manns á þau. Lögreglan beitti valdi til að tvístra mótmælendum og handtók fleiri en 2.400 manns.
Flestum var sleppt fljótt en á annan tug var haldið áfram vegna ásakana um að þeir hefðu staðið fyrir óeirðum.
Þúsundir mótmæla í Moskvu

Tengdar fréttir

Navalny sleppt úr haldi
Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi.

Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu
Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag.

Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu
Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna.