Í brýnu sló á milli lögreglu og mótmælenda í nótt í kjölfar friðsamlegrar samkomu til stuðnings lýðræðis sem fór fram í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa varið sig með regnhlífum fyrir táragasi sem lögreglumenn skutu af þaki þinghússins. Sumir þeirra hafi kastað táragashylkjum til baka að lögreglu.
Reuters-fréttastofan segir að mótmælendur hafi reist götuvirki með innkaupakerrum og ruslatunnum. Einn þeirra hafi kastað bensínsprengju í neðanjarðarlestarstöð. Annarri hafi verið varpað inn á lóð stjórnarbyggingar þar sem fjöldi rúðna var brotinn.
Búist er við enn frekari mótmælum í aðdraganda sjötíu ára afmælis kínverska alþýðulýðveldisins á þriðjudag.