Fótbolti

Sanchez skoraði og sá rautt er Inter fór á toppinn á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez fagnaði marki sínu. Kvöldið átti eftir að snúast til hins verra fyrir Sílemannin
Alexis Sanchez fagnaði marki sínu. Kvöldið átti eftir að snúast til hins verra fyrir Sílemannin vísir/getty
Alexis Sanchez átti sviðsljósið í leik Inter Milan og Sampdoria í ítölsku Seria A deildinni í dag.

Sanchez skoraði annað mark Inter á 22. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir að Stefano Sensi hafði komið Inter yfir.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk hann gult spjald og á fyrstu mínútu seinni hálfleiks fékk hann annað gult spjald, það seinna fyrir leikaraskap. Það þýddi að hann þurfti að fara í sturtu og Inter manni færri allan seinni hálfleikinn.

Heimamenn í Sampdoria nýttu sér það og skoruðu mark á 55. mínútu. Roberto Gagliardini náði hins vegar að skora þriðja mark Inter á 61. mínútu.

Gestirnir héldu út og fóru með 3-1 sigur. Inter fór þar með á topp deildarinnar þar sem liðið situr með fullt hús eftir sex umferðir, tveimur stigum meira en Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×