Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. september 2019 20:00 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. Öll spjót beinast að Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra annarsvegar og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna mála sem tengjast honum og embættinu. Það vekur athygli að nýskipaður dómsmálaráðherra hefur ekki svarað því beint hvort Haraldur njóti trausts hennar sem ríkislögreglustjóri. Hún hefur hins vegar sagt að hún treysti embættinu. Þónokkur mál eru á borði dómsmálaráðherra um ríkislögreglustóra og um embættið. Mál er snerta einelti, rekstur embættisins, samskiptamál og bréfaskriftir Haraldar. Varðandi bréf sem Haraldur skrifaði til tveggja blaðamanna, á bréfsefni embættisins, þá segir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hafi ekki verið áminntur vegna meðalhófsreglunnar. Ráðning Hreins Loftssonar sem aðstoðarmanns nýs dómsmálaráðherra, og tilkynnt var um í dag, vekur einnig athygli. Hreinn var sum sé lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldur vegna bréfskrifta.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmÁmælisverð framkoma ekki ástæða til áminningar Þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra hafi verið ámælisverð þegar hann andmælti umfjöllun tveggja blaðamanna, vegna efnahagsbrotadeildar embættisins. Hvers vegna var ekki farið í áminningarferli strax? „Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta að þá var komist að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og að hann yrði ekki áminntur vegna þessa,“ segir Þórdís. Þegar þessi niðurstaða var ljós sendi Haraldur annað bréf, þar sem hann baðst velvirðingar, til mannanna tveggja einnig á bréfsefni embættis ríkislögreglustóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmNúverandi dómsmálaráðherra hefur ekki svarað erindi umboðsmanns Alþingis. „Það er í vinnslu og mun verða svarað á næstu dögum,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segir að efnisleg niðurstaða við bréfi umboðsmanns liggi ekki fyrir.Ráðuneytið hlýtur að vera búið að mynda sér afstöðu hvort það verði áminnt eða ekki? „Það er í vinnslu. Ég get ekki tjáð mig um einstaka starfsmannamál,“ segir Áslaug. Nær allir lögreglustórar landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hann og treysta sér ekki til þess að vinna með honum. Vinna sem dómsmálaráðherra hefur sett af stað varðandi breytingar í löggæslu í landinu miðar áfram en hún hefur nefnt að sameina eða samreka eigi embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er stutt þar til lögreglustjórinn á Austurlandi hættir störfum og ekki útilokað að það embætti verði sameinað öðru. „Í næstu viku verða fundir með öllum lögreglustórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóra og fleirum varðandi þá vinnu sem ég hef sett af stað,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustóri funduðu í byrjun síðustu viku. Eftir þann fund sagði ráðherra ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt en vonaði að samtal hennar og Haraldar Johannessen myndi halda áfram.Hefur þú rætt eitthvað við Harald Johannessen frá því þið hittust síðast? „Nei,“ segir Áslaug.Hvenær er næsti fundur boðaður? „Það er enginn fundur sjáanlegur," segir Áslaug.Þú vonast til þess að samtal ykkar myndi halda áfram. Hefur eitthvað efnislega farið fram á milli ykkar? „Nei,“ segir Áslaug. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. Öll spjót beinast að Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra annarsvegar og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna mála sem tengjast honum og embættinu. Það vekur athygli að nýskipaður dómsmálaráðherra hefur ekki svarað því beint hvort Haraldur njóti trausts hennar sem ríkislögreglustjóri. Hún hefur hins vegar sagt að hún treysti embættinu. Þónokkur mál eru á borði dómsmálaráðherra um ríkislögreglustóra og um embættið. Mál er snerta einelti, rekstur embættisins, samskiptamál og bréfaskriftir Haraldar. Varðandi bréf sem Haraldur skrifaði til tveggja blaðamanna, á bréfsefni embættisins, þá segir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hafi ekki verið áminntur vegna meðalhófsreglunnar. Ráðning Hreins Loftssonar sem aðstoðarmanns nýs dómsmálaráðherra, og tilkynnt var um í dag, vekur einnig athygli. Hreinn var sum sé lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldur vegna bréfskrifta.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmÁmælisverð framkoma ekki ástæða til áminningar Þáverandi dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga Haraldar Johannessen, ríkislögreglustóra hafi verið ámælisverð þegar hann andmælti umfjöllun tveggja blaðamanna, vegna efnahagsbrotadeildar embættisins. Hvers vegna var ekki farið í áminningarferli strax? „Það var niðurstaða dómsmálaráðuneytisins á sínum tíma að með tilliti til meðalhófs og annarra þátta að þá var komist að þeirri niðurstöðu að þetta þætti ámælisvert og að hann yrði ekki áminntur vegna þessa,“ segir Þórdís. Þegar þessi niðurstaða var ljós sendi Haraldur annað bréf, þar sem hann baðst velvirðingar, til mannanna tveggja einnig á bréfsefni embættis ríkislögreglustóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmNúverandi dómsmálaráðherra hefur ekki svarað erindi umboðsmanns Alþingis. „Það er í vinnslu og mun verða svarað á næstu dögum,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segir að efnisleg niðurstaða við bréfi umboðsmanns liggi ekki fyrir.Ráðuneytið hlýtur að vera búið að mynda sér afstöðu hvort það verði áminnt eða ekki? „Það er í vinnslu. Ég get ekki tjáð mig um einstaka starfsmannamál,“ segir Áslaug. Nær allir lögreglustórar landsins og Landssamband lögreglumanna hafa lýst yfir vantrausti á hann og treysta sér ekki til þess að vinna með honum. Vinna sem dómsmálaráðherra hefur sett af stað varðandi breytingar í löggæslu í landinu miðar áfram en hún hefur nefnt að sameina eða samreka eigi embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá er stutt þar til lögreglustjórinn á Austurlandi hættir störfum og ekki útilokað að það embætti verði sameinað öðru. „Í næstu viku verða fundir með öllum lögreglustórum, aðilum sem koma að lögreglunni, ríkislögreglustjóra og fleirum varðandi þá vinnu sem ég hef sett af stað,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra og ríkislögreglustóri funduðu í byrjun síðustu viku. Eftir þann fund sagði ráðherra ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt en vonaði að samtal hennar og Haraldar Johannessen myndi halda áfram.Hefur þú rætt eitthvað við Harald Johannessen frá því þið hittust síðast? „Nei,“ segir Áslaug.Hvenær er næsti fundur boðaður? „Það er enginn fundur sjáanlegur," segir Áslaug.Þú vonast til þess að samtal ykkar myndi halda áfram. Hefur eitthvað efnislega farið fram á milli ykkar? „Nei,“ segir Áslaug.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 20:48
Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00