Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 15:43 Kristín Þorsetinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira