Háskólasvæðið með sjálfbærni að leiðarljósi Ásmundur Jóhannsson og Róbert Ingi Ragnarsson skrifar 27. september 2019 16:30 Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun