Starf Marco Giampaolo, knattspyrnustjóra AC Milan, hangir á bláþræði eftir slaka byrjun liðsins á tímabilinu.
Milan tapaði fyrir Torino, 2-1, í gær. Liðið hefur tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni og er í 13. sæti hennar. Milan hefur aðeins skorað þrjú mörk í deildinni, þar af tvö úr vítaspyrnum.
Ef Milan tapar fyrir Fiorentina á sunnudaginn gætu dagar Giampaolo hjá félaginu verið taldir.
Gennaro Gattuso, forveri Giampaolo í stjórastarfinu hjá Milan, hefur verið orðaður við sitt gamla félag. Gattuso hætti hjá Milan eftir síðasta tímabil. Liðið endaði þá í 5. sæti.
Claudio Ranieri og Luciano Spalletti hafa einnig verið orðaðir við Milan.
Starf knattspyrnustjóra AC Milan hangir á bláþræði

Tengdar fréttir

Belotti jók á vandræði Milan
Torino bar sigurorð af AC Milan, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.