Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2019 20:00 Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila