Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2019 20:00 Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Í gær fengum við að sjá bestu sönnunargögnin til þessa um að forseti Bandaríkjanna hafi virt embættiseið sinn að vettugi. Þetta sagði Adam Schiff, þingmaður Demókrata og formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildarinnar, í dag þegar Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar, kom fyrir upplýsingamálanefnd þingsins. Vitnaði Schiff þarna til eftirrits af símtali Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta, sem birt var í gær.Krefst rannsóknar á Biden Í eftirritinu, sem ekki er orðrétt, má sjá að Trump bað Selenskíj um að rannsaka það þegar Joe Biden, þá varaforseti Bandaríkjanna en nú einn líklegasti forsetaframbjóðandi Demókrata, krafðist þess að ríkissaksóknari Úkraínu yrði rekinn árið 2016. Trump-liðar segja að Biden hafi með því reynt að tálma rannsókn á fyrirtæki þar sem sonur hans sat í stjórn. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því. Svo virðist sem Trump hafi ýjað að því að hernaðaraðstoð yrði hætt ef rannsókn færi ekki af stað, en þeirri túlkun neita margir Repúblikanar. „Þetta nýjasta útspil Demókrata til þess að reyna að ganga framhjá vilja þjóðarinnar er úr öllu samhengi við raunveruleikann og hreinlega hættulegt,“ sagði Devin Nunes, æðsti Repúblikani upplýsingamálanefndarinnar, til dæmis um málið. Mike Turner, Repúblikani í nefndinni, sagði aftur á móti að samtal forsetanna hafi ekki verið í lagi. Maguire sagðist sammála Demókrötum um að innihald kvörtunarinnar og eftirritsins væri sláandi. Hann lýsti sig þó ósammála þeirri lagatúlkun Schiffs að hann hefði átt að tilkynna nefndinni um kvörtunina fyrr.Yfirhylming Nefndin birti kvörtunina í dag og kemur þar fram að í fjóra mánuði hafi embættismenn tjáð uppljóstraranum áhyggjur sínar af tilraunum stjórnvalda til að láta rannsaka Biden. Einnig segir að tveir bandarískir sendiherrar hafi fundað með Selenskíj degi eftir símtalið. Þar hafi Selenskíj verið ráðlagt um hvernig hann ætti að fylgja kröfu Trumps. Þá segir að forsetaembættið hafi falið eftirritið af símtalinu í tölvukerfi ætluðu upplýsingum sem mikilvægt er að leyna vegna þjóðaröryggis. Sagðist uppljóstrarinn hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórn Trumps hafi áður reynt að fela upplýsingar sem hún taldi pólitískt viðkvæmar á tölvukerfinu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45
Biden segir síðustu daga hafa verið undarlega Biden var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi þar sem þeir ræddu, meðal annars, símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Voldomyr Zelensky, forseta Úkraínu. 26. september 2019 10:21