Sagður hafa hótað því að segja af sér fái hann ekki lausan tauminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 23:30 Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), tók við embætti í síðasta mánuði. Vísir/Getty Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45