Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 08:00 Icelandair greip til aðgerða þegar WOW Air féll. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent.Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni,sem kynnt verður á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu í dag á milli 8.30 og 10.45.Í greiningunni kemur meðal annars fram að viðbrögð Icelandair við falli WOW air hafi dregið töluvert úr áhrifum af falli hins síðarnefnda flugfélags. Áhersla flugfélagsins á að fjölga hlutfalli erlendra ferðamanna í vélum sínum á kostnað tengifarþega er að mati hagfræðinga Landsbankans megin ástæðan fyrir því að ferðamönnum hafi fækkað mun minna eftir brotthvarf WOW air en ætla mátti þegar félagið varð gjaldþrota.Líkt og sjá má hefur er hlutfall tengifarþega í Leifsstöð mun minna en á síðasta ári.Mynd/LandsbankinnÁ fyrstu sjö mánuðum ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 13,4 próent miðað við sama tímabil í fyrra að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Ef ekki hefði komið til nein aukning í komu erlendra ferðamanna hjá Icelandair hefði ferðamönnum fækkað um 31,4 prósent á sama tímabili, að því er fram kemur í greiningunni.Þrátt fyrir þessa fækkun erlendra ferðamanna á árinu 2019 hingað til lands er nefnt í greiningunni að óhætt sé að segja að ferðaþjónustan hafi unnið varnarsigur á árinu. Þannig sé forystufólk innan ferðaþjónustunnar hóflega bjartsýnt á þróunina á næstu árum samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Landsbankann.Þá er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um þrjú prósent á næsta ári og um fimm prósent árið 2021. Á því ári muni um 2,2 milljónir erlendra ferðamanna koma hingað til lands, litlu færri en metárið 2017.„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ er haft eftir dr. Daníel Svavarssyni, forstöðumanni Hagfræðideildar Landsbankans, í fréttatilkynningu um greininguna sem nálgast má hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira