Martröð fram haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2019 07:00 Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun