Innlent

Hvetja háskólanema til að mæta með eigin hnífapör í skólann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stúdentar við Háskóla Íslands háma í sig mat í Hámu.
Stúdentar við Háskóla Íslands háma í sig mat í Hámu. Fréttablaðið/Stefán
Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur nemendur í skólanum, sem eru á þrettánda þúsund, til þess að mæta með eigin hnífapör í skólann. Plasthnífapör eru ekki lengur í boði í mötuneyti skólans, Hámu, og stálhnífapör hafa horfið í auknum mæli.

„Frá því í ágúst höfum við fengið Hámu til að fjarlægja frí plasthnífapör þannig þau séu aðeins til staðar fyrir þá sem þurfa að taka mat með útúr húsi,“ segir í tilkynningu frá Stúdentaráði.

Frá þeim tíma hafi stálhnífapör horfið í meira mæli. Háma hafi þurft að kaupa stálhnífapör sem sé dýrara en að halda úti plasthnífapörum.

„Við biðjum ykkur því um að koma með stálhnífapör að heiman eða skila stálhnífapörum á sinn stað eftir notkun,“ segir í tilkynningu. Ef þau sjáist á víðavangi megi endilega skila þeim til baka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×