Ríkislögreglustjórinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. september 2019 07:00 Ríkislögreglustjóri hefur, með orðum sínum og gjörðum, komið sér í þá stöðu að hann nýtur ekki lengur trausts í embætti. Það sýna samþykktir fagfélaga innan lögreglunnar. Haraldur Johannessen hefur gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og nú er svo komið að hann nýtur ekki lengur trausts. Það kallar á aðgerðir. Lögreglan gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Til hennar verður að ríkja traust og þau sem þar starfa verða að treysta hvert öðru og því kerfi sem þau starfa innan. Það að ríkislögreglustjóri lýsi því yfir í viðtali að innan lögreglunnar ríki spilling á eitt og sér að kalla á að hann verði látinn standa fyrir máli sínu. Ef hann getur ekki sýnt fram á dæmi, máli sínu til stuðnings, er yfirlýsingin þess eðlis að honum er ekki sætt í starfi eftir hana.Hvað hefur breyst? Í því ljósi er athyglisvert að rifja upp viðtal við Harald í Fréttablaðinu frá 2016. Þar segir hann: „Ég er búinn að vera ríkislögreglustjóri í átján ár. Á ferlinum hef ég ekki upplifað mörg spillingarmál. Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis.“ Hvað hefur breyst á þessum þremur árum að nú telji Haraldur að spilling ríki innan lögreglunnar? Því getur hann einn svarað, enda ber hann sjálfur ábyrgð á eftirliti með innri málum lögreglunnar. Haraldur virðist ekki gera sér ljósa þá ábyrgð sem á honum hvílir sem ríkislögreglustjóra. Staðan virðist öllum öðrum að kenna, ekki honum. Ef ríkislögreglustjóri tæki sína ábyrgð alvarlega mundi hann stíga til hliðar á meðan stjórnsýsluúttekt fer fram. Skapa frið, það hlýtur að vera hlutverk hvers sem gegnir embættinu. Ef hann er ekki fær um að taka þá ákvörðun sjálfur á dómsmálaráðherra að taka hana fyrir hann.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur, með orðum sínum og gjörðum, komið sér í þá stöðu að hann nýtur ekki lengur trausts í embætti. Það sýna samþykktir fagfélaga innan lögreglunnar. Haraldur Johannessen hefur gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og nú er svo komið að hann nýtur ekki lengur trausts. Það kallar á aðgerðir. Lögreglan gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Til hennar verður að ríkja traust og þau sem þar starfa verða að treysta hvert öðru og því kerfi sem þau starfa innan. Það að ríkislögreglustjóri lýsi því yfir í viðtali að innan lögreglunnar ríki spilling á eitt og sér að kalla á að hann verði látinn standa fyrir máli sínu. Ef hann getur ekki sýnt fram á dæmi, máli sínu til stuðnings, er yfirlýsingin þess eðlis að honum er ekki sætt í starfi eftir hana.Hvað hefur breyst? Í því ljósi er athyglisvert að rifja upp viðtal við Harald í Fréttablaðinu frá 2016. Þar segir hann: „Ég er búinn að vera ríkislögreglustjóri í átján ár. Á ferlinum hef ég ekki upplifað mörg spillingarmál. Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis.“ Hvað hefur breyst á þessum þremur árum að nú telji Haraldur að spilling ríki innan lögreglunnar? Því getur hann einn svarað, enda ber hann sjálfur ábyrgð á eftirliti með innri málum lögreglunnar. Haraldur virðist ekki gera sér ljósa þá ábyrgð sem á honum hvílir sem ríkislögreglustjóra. Staðan virðist öllum öðrum að kenna, ekki honum. Ef ríkislögreglustjóri tæki sína ábyrgð alvarlega mundi hann stíga til hliðar á meðan stjórnsýsluúttekt fer fram. Skapa frið, það hlýtur að vera hlutverk hvers sem gegnir embættinu. Ef hann er ekki fær um að taka þá ákvörðun sjálfur á dómsmálaráðherra að taka hana fyrir hann.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar