Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 21:06 Rannsóknin mun hefjast innan tíðar. AP/Susan Walsh Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að fulltrúadeildin muni setja af stað formlega rannsókn sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kom fram í máli Pelosi er hún ávarpaði bandarísku þjóðina í beinni útsendingu rétt í þessu. „Fulltrúadeildin mun hefja rannsókn á því hvort forsetinn hafi framið embættisbrot,“ sagði Pelosi. „Enginn er hafinn yfir lögin.“BREAKING: Nancy Pelosi says the House will move forward with an official Trump impeachment inquiry https://t.co/U6Pf4OzkXwpic.twitter.com/TnQvOILkPP — CBS News (@CBSNews) September 24, 2019Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld að Pelosi myndi tilkynna í kvöld að hefja ætti hið formlega ferli sem fer af stað þegar þingið ákveður að rannsaka hvort ákæra eigi forseta eða ekki. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting frá samherjum sínum um hvort hefja ætti hið formlega ákæruferli en hún hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að fulltrúadeildin muni setja af stað formlega rannsókn sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kom fram í máli Pelosi er hún ávarpaði bandarísku þjóðina í beinni útsendingu rétt í þessu. „Fulltrúadeildin mun hefja rannsókn á því hvort forsetinn hafi framið embættisbrot,“ sagði Pelosi. „Enginn er hafinn yfir lögin.“BREAKING: Nancy Pelosi says the House will move forward with an official Trump impeachment inquiry https://t.co/U6Pf4OzkXwpic.twitter.com/TnQvOILkPP — CBS News (@CBSNews) September 24, 2019Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld að Pelosi myndi tilkynna í kvöld að hefja ætti hið formlega ferli sem fer af stað þegar þingið ákveður að rannsaka hvort ákæra eigi forseta eða ekki. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting frá samherjum sínum um hvort hefja ætti hið formlega ákæruferli en hún hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35