Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Dijon þegar liðið fékk Marseille í heimsókn í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Í hans stað stóð senegalski landsliðsmarkvörðurinn Alfred Gomis á milli stanganna hjá Dijon og hélt hreinu þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Gomis var keyptur til Dijon í sumar eftir að hafa leikið með Spal í Serie A á síðustu leiktíð og virðist hann nú hafa hirt stöðuna af Rúnari sem hóf leiktíðina sem aðalmarkvörður Dijon. Gomis hefur leikið síðustu þrjá leiki liðsins og haldið markinu hreinu í tveimur þeirra.
Dijon í botnsæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 2 stig eftir sjö umferðir. Bæði stigin hlutu þeir með markalausu jafntefli.
Rúnar Alex á bekknum í markalausu jafntefli
Arnar Geir Halldórsson skrifar
![Rúnar Alex Rúnarsson](https://www.visir.is/i/F6D6786AF2B2E3771A482CD371B35DEFC6F5FF72DD417627E208645B0273D6ED_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/4B47FC9B441362E2C6CD7B277A53A58915394EDEF0BCB07EA5558B0B6393920A_240x160.jpg)
![](/i/A7ECF8D8902070E9937629DCFBE74C5A60A53D7CA6683C3DB7E7632CA4B100DF_240x160.jpg)
![](/i/7D611C7FB274327468D86229E357C3A9BE40BA0CC3B1C36AC3DCCA126D9862AE_240x160.jpg)
![](/i/29C51749799631BFAED4105028B582156E5FDDA1219BC68ECC779DA539111456_240x160.jpg)
![](/i/FC989B33E96D8B0AD8774297C2F5DA8C32C2906FCDBF7C2699252173409E27E1_240x160.jpg)
![](/i/0D3B7C1F6538530E617681BF85007A40A3E98E67D21A2D68180904BD38EABD0D_240x160.jpg)
![](/i/19E696C846EBB107CA42793358C89A49EDCB78D17893BA07C829256664399DC8_240x160.jpg)
Orðinn mjög þreyttur á flakkinu
Enski boltinn
![](/i/AC1B7F8A2858C2788FE6D04E90C037A7CFB53CDBADB73091F3BB38CE27CDB91A_240x160.jpg)
![](/i/45573C074563CE30C9B8300A44DB1BA2ECE25357C806C5A4515FAD88B85E15EA_240x160.jpg)
Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna
Íslenski boltinn
![](/i/A185F021B23E809FB6330F5F909712B07C237CDC9A12318290CAC598E0113D45_240x160.jpg)