Rabbar barinn á Hlemmi kveður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 14:26 Rabbar barinn er staðsettur í norðvesturhorni Hlemms en kveður nú eftir rúm tvö ár. Rabbar barinn Skarð verður höggið í matarflóru borgarbúa á föstudaginn, ekki síst hjá veganfólki, þegar veitingastaðnum Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda. Viðskiptavinir hafi ekki verið nægjanlega margir. Rabbar barinn er einn af stöðunum sem hefur verið rekinn frá því að Mathöllin á Hlemmi var opnuð í ágúst 2017. Um tíma var rekið annað útibú í Mathöllinni Granda. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir súpur sínar og samlokur, einna helst portóbellósamloku nokkra í súrdeigsbrauði en einnig humar- og beikonlokur.Mathöllin á Hlemmi hefur notið töluverðra vinsælda eftir breytingarnar sumarið 2017.Fréttablaðið/EyþórÞá hefur ferskt grænmeti verið til sölu, kryddjurtir og blómvendir. „Við erum blómabúðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körfunni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ sagði Bryndís Sveinsdóttir, þáverandi rekstarstjóri, í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur árum. Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins, segir miður að síðustu dagarnir séu farnir í hönd. „Það er bara ekki nógu mikið að gera,“ segir Böðvar.Mathöllin við Hlemm var fyrsta mathöllin sem opnuð var á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hafa verið opnaðar fleiri meðal annars á Granda og Höfða.Vísir/VilhelmAuknar vinsældir veganlífstíls á Íslandi hafa farið fram hjá fæstum og því kemur það mögulega einhverjum spánskt fyrir sjónir að Rabbar barinn verði undir í baráttu veitingastaðanna um kúnna. Velta má fyrir sér hvort hópur veganfólks sé ekki orðinn nógu stór. „Það er ekkert hægt að skamma veganfólk. Ég held að það sé bara mikil samkeppni í þessum heimi og þarna virkaði það ekki. Það virkar ekkert allt,“ segir Böðvar. „En auðvitað erum við voðalega ánægð með alla vegan sem komu.“ Samlokurnar vinsælu og súpurnar verða á tilboði út vikuna, þúsund krónur fyrir allt fram á föstudag sem verður síðasti opnunardagurinn.Portóbellólokan sem er vinsælasti réttur Rabbar barsins.Rabbar barinn„Vonandi sjáum við sem flesta,“ segir Böðvar. En ætli það sé útilokað að portóbellósamlokan í súrdeigsbrauðinu verði kominn aftur í sölu á öðrum stað innan tíðar? „Við seldum langmest af þessari portóbellóloku,“ segir Böðvar. „Það getur vel verið að lokan komi eins staðar annars staðar síðar. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“ Matur Neytendur Reykjavík Vegan Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Skarð verður höggið í matarflóru borgarbúa á föstudaginn, ekki síst hjá veganfólki, þegar veitingastaðnum Rabbar barinn á Hlemmi verður lokað. Eigandi staðarins segir ástæðuna einfalda. Viðskiptavinir hafi ekki verið nægjanlega margir. Rabbar barinn er einn af stöðunum sem hefur verið rekinn frá því að Mathöllin á Hlemmi var opnuð í ágúst 2017. Um tíma var rekið annað útibú í Mathöllinni Granda. Staðurinn hefur vakið athygli fyrir súpur sínar og samlokur, einna helst portóbellósamloku nokkra í súrdeigsbrauði en einnig humar- og beikonlokur.Mathöllin á Hlemmi hefur notið töluverðra vinsælda eftir breytingarnar sumarið 2017.Fréttablaðið/EyþórÞá hefur ferskt grænmeti verið til sölu, kryddjurtir og blómvendir. „Við erum blómabúðin á Hlemmi. Ég er búin að búa erlendis, sex ár í Danmörku og fjögur ár í Svíþjóð, og er alin upp í því núna að fara á markaðinn og kippa blómi með og hjóla með það heim í körfunni. Blóm gleðja, mér finnst þetta ómissandi,“ sagði Bryndís Sveinsdóttir, þáverandi rekstarstjóri, í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmum tveimur árum. Böðvar Lemax, eigandi Rabbar barsins, segir miður að síðustu dagarnir séu farnir í hönd. „Það er bara ekki nógu mikið að gera,“ segir Böðvar.Mathöllin við Hlemm var fyrsta mathöllin sem opnuð var á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu hafa verið opnaðar fleiri meðal annars á Granda og Höfða.Vísir/VilhelmAuknar vinsældir veganlífstíls á Íslandi hafa farið fram hjá fæstum og því kemur það mögulega einhverjum spánskt fyrir sjónir að Rabbar barinn verði undir í baráttu veitingastaðanna um kúnna. Velta má fyrir sér hvort hópur veganfólks sé ekki orðinn nógu stór. „Það er ekkert hægt að skamma veganfólk. Ég held að það sé bara mikil samkeppni í þessum heimi og þarna virkaði það ekki. Það virkar ekkert allt,“ segir Böðvar. „En auðvitað erum við voðalega ánægð með alla vegan sem komu.“ Samlokurnar vinsælu og súpurnar verða á tilboði út vikuna, þúsund krónur fyrir allt fram á föstudag sem verður síðasti opnunardagurinn.Portóbellólokan sem er vinsælasti réttur Rabbar barsins.Rabbar barinn„Vonandi sjáum við sem flesta,“ segir Böðvar. En ætli það sé útilokað að portóbellósamlokan í súrdeigsbrauðinu verði kominn aftur í sölu á öðrum stað innan tíðar? „Við seldum langmest af þessari portóbellóloku,“ segir Böðvar. „Það getur vel verið að lokan komi eins staðar annars staðar síðar. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni.“
Matur Neytendur Reykjavík Vegan Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira