Innlent

För ökuníðings stöðvuð í Mosfellsbæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bíllinn kominn upp á dráttarbíl og á leið af vettvangi.
Bíllinn kominn upp á dráttarbíl og á leið af vettvangi. Vísir/Friðrik Þór
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í dag þar sem von var á ökumanni suður Vesturlandsveg sem ók bíl sínum langt umfram löglegan hámarkshraða.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lokaði lögregla fyrir umferð um og í kringum hringtorgið við Álafoss í botni Mosfellsbæjar og var lögð naglamotta á veginn.

Bílnum var ekið í gegnum naglamottuna og sprakk á dekkjum. Ökumaðurinn náði engu að síður að halda ferð sinni áfram í gegnum hringtorgið við Krónuna og að bensínstöð Olís þar sem ferð hans var stöðvuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×