Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 11:19 Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. AP/John Raoux Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019 Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019
Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira