Juventus kom til baka og tyllti sér á toppinn í fjarveru Ronaldo Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. september 2019 21:00 Pjanic fagnar sigurmarkinu vísir/getty Ítalíumeistarar Juventus heimsóttu Brescia í 5.umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn byrjaði líkt og í draumi fyrir heimamenn því Alfredo Donnarumma kom Brescia yfir strax á 4.mínútu. Forystan hélt allt þar til á 40.mínútu þegar Jhon Chancellor varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því jöfn í leikhléi. Á 63.mínútu skoraði Miralem Pjanic það sem reyndist sigurmark leiksins. Cristiano Ronaldo var fjarri góðu gamni í kvöld en Juventus hefur 13 stig á toppi deildarinnar, stigi meira en Inter sem á leik til góða á morgun þegar þeir fá Lazio í heimsókn í stórleik umferðarinnar. Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar Juventus heimsóttu Brescia í 5.umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn byrjaði líkt og í draumi fyrir heimamenn því Alfredo Donnarumma kom Brescia yfir strax á 4.mínútu. Forystan hélt allt þar til á 40.mínútu þegar Jhon Chancellor varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því jöfn í leikhléi. Á 63.mínútu skoraði Miralem Pjanic það sem reyndist sigurmark leiksins. Cristiano Ronaldo var fjarri góðu gamni í kvöld en Juventus hefur 13 stig á toppi deildarinnar, stigi meira en Inter sem á leik til góða á morgun þegar þeir fá Lazio í heimsókn í stórleik umferðarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti