Allt var jafnt og nokkrar sekúndur eftir er Hákon fer inn úr afar þröngu færi í horninu og skoraði laglegt mark. ÍBV því áfram með fullt hús stiga.
Hákon Daði og síðasta sóknin var til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöldi en Jóhann Gunnar Einarsson kallaði Hákon Daða enska orðinu „match winner“ en gekk afar erfiðlega að finna íslenska orðið.
Guðlaugur Arnarsson, hinn spekingur þáttarins, kom svo Jóhanni til hjálpar og sagði að hann væri einfaldlega bara sigurvegari. Jóhanni til mikillar gleði.
Umræðuna má sjá hér að neðan.