Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. september 2019 06:00 Náttúrufræðistofnun segir lundann í bráðri hættu. Fréttablaðið/Stefán Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Innan umhverfisráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglategunda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýralögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðuneytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erfiðara að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á fæðuframboð svartfugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lundastofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitingastöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Fréttablaðið/AntonVinna er hafin við heildarendurskoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoðunin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrirhugaðar breytingar verða að einhverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undantekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálfbær nýting og sjálfbærar veiðar leiðarljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grundvöllur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveiðar og það hefur flækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Friðunarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guðmundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeigendur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auðlindanýtingu sem byggir á vísindum. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna aflastýringar fiskistofna,“ segir Guðmundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira