Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 17:24 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm „Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
„Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ Þetta kom fram í máli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. „Mörgum brá í brún þegar heyrðist af gagnkröfu ríkislögmanns í bótamáli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins af þeim sem sátu í fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins,“ sagði Logi. Vísaði hann til greinargerðar ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins að Guðjón eigi sjálfur sök á því að hann var ranglega dæmdur.Sjá einnig: Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Logi sagði óheppilegt að hvorki forsætis-, fjármála-, né dómsmálaráðherra hafi verið til svara í fyrirspurnartímanum og því beindi hann fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Eins og alþjóð veit var hann [Guðjón Skarphéðinsson] ásamt öðrum sem dæmdir höfðu verið sýknaður af Hæstarétti Íslands af þeim glæpum sem þeir höfðu liðið gríðarlegar þjáningar fyrir, bæði í hræðilega langri einangrun og í varðhaldi og með afplánun langra dóma,“ sagði Logi. „Sama ríki sem hafði krafist þess að þeir yrðu sýknaðir við endurupptöku málsins, hafði viðurkennt bótarétt og beðið Guðjón afsökunar neitar nú ekki aðeins bótaskyldu heldur leggur í þokkabót til að Guðjón greiði málskostnað,“ sagði Logi hneykslaður í pontu Alþingis. Spurði hann Sigurð Inga meðal annars hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið. „Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fara fram á sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar, sanngirni gagnvart borgurum landsins?“ spurði Logi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir/VilhelmÍ svari sínu ítrekaði Sigurður Ingi að málið heyrði vissulega ekki undir hans ráðuneyti og að ríkislögmaður færi með málið af hálfu ríkisins. „Það er einlægur vilji ríkisstjórnarinnar að ná sátt í þessu máli og öll framganga ríkisstjórnarinnar hefur verið með þeim hætti: að setja á laggirnar sáttanefnd, viðurkenna augljóslega hið augljósa, hversu mikið ranglæti var framið gagnvart fólki hér fyrir rúmum 30-40 árum síðan. Þá var því miður málið tekið upp hér á Alþingi á mjög óheppilegan hátt og ég vona að við séum ekki að fara þangað aftur háttvirtur þingmaður,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu við fyrirspurn Loga. Málið sé í ferli og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd stjórnvalda. „Ef að það væri hægt að leysa þetta mál með einhverjum öðrum hætti þá myndi ég svo gjarnan vilja taka þátt í því,“ sagði Sigurður Ingi enn fremur.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira