Uppgjör: Langráður sigur hjá Vettel Bragi Þórðarson skrifar 23. september 2019 19:30 Sebastain Vettel stóð efstur á verðlaunapalli í fyrsta skiptið í 392 daga. Getty Ferrari ökuþórarnir Sebastian Vettel og Charles Leclerc komu í fyrsta og öðru sæti í mark í Singapúr kappakstrinum um helgina. Þetta var í fyrsta skiptið sem lið hefur náð þeim árangri á Marina Bay brautinni en þó var ekki algjör sæla innan liðsins. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó búi, hefur verið allsráðandi í síðustu keppnum. Hann náði sínum þriðja ráspól um helgina og allt leit út fyrir þriðja sigurinn í röð. Ferrari ákvað þó að leyfa Vettel að fara fyrst inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og skilaði það Þjóðverjanum sigri. Leclerc þurfti að fara einum hring meira á slitnum dekkjum og tapaði forustunni til liðsfélaga síns.Charles Leclerc varð að sjá á eftir þriðja sigrinum í röð til liðsfélaga síns.GettyMercedes í vandræðumÓtrúlegt en satt að þá var enginn Mercedes bíll á verðlaunapalli en Lewis Hamilton varð að sætta sig við fjórða sætið á eftir Max Verstappen. Valtteri Bottas endaði fimmti sem þýðir að þrátt fyrir að Hamilton átti slæman dag á sunnudag eykur Bretinn forskot sitt í heimsmeistaramótinu. ,,Ferrari eru einfaldlega hungraðari en við’’ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn eftir keppni. ,,Uppfærslurnar þeirra virðast virka vel og nú þurfum við sem lið að bæta okkur’’. Sebastian Vettel var að vonum glaður eftir kappaksturinn en Þjóðverjinn hafði þurft að bíða í 392 daga eftir sigri. Árangur Ferrari virðist þó vera koma of seint, nú eru aðeins sex keppnir eftir og bilið í Mercedes er 133 stig í keppni bílasmiða. Næsta umferð fer fram strax næstu helgi í Sochi, Rússlandi. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari ökuþórarnir Sebastian Vettel og Charles Leclerc komu í fyrsta og öðru sæti í mark í Singapúr kappakstrinum um helgina. Þetta var í fyrsta skiptið sem lið hefur náð þeim árangri á Marina Bay brautinni en þó var ekki algjör sæla innan liðsins. Charles Leclerc, hinn 21 árs Mónakó búi, hefur verið allsráðandi í síðustu keppnum. Hann náði sínum þriðja ráspól um helgina og allt leit út fyrir þriðja sigurinn í röð. Ferrari ákvað þó að leyfa Vettel að fara fyrst inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og skilaði það Þjóðverjanum sigri. Leclerc þurfti að fara einum hring meira á slitnum dekkjum og tapaði forustunni til liðsfélaga síns.Charles Leclerc varð að sjá á eftir þriðja sigrinum í röð til liðsfélaga síns.GettyMercedes í vandræðumÓtrúlegt en satt að þá var enginn Mercedes bíll á verðlaunapalli en Lewis Hamilton varð að sætta sig við fjórða sætið á eftir Max Verstappen. Valtteri Bottas endaði fimmti sem þýðir að þrátt fyrir að Hamilton átti slæman dag á sunnudag eykur Bretinn forskot sitt í heimsmeistaramótinu. ,,Ferrari eru einfaldlega hungraðari en við’’ sagði fimmfaldi heimsmeistarinn eftir keppni. ,,Uppfærslurnar þeirra virðast virka vel og nú þurfum við sem lið að bæta okkur’’. Sebastian Vettel var að vonum glaður eftir kappaksturinn en Þjóðverjinn hafði þurft að bíða í 392 daga eftir sigri. Árangur Ferrari virðist þó vera koma of seint, nú eru aðeins sex keppnir eftir og bilið í Mercedes er 133 stig í keppni bílasmiða. Næsta umferð fer fram strax næstu helgi í Sochi, Rússlandi.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira