Gjaldþrot Thomas Cook: Brostnir brúðkaupsdraumar og bálreiðar vinkonur sem komast ekki heim Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2019 15:15 Öngþveiti hefur skapast á flugvöllum vegna gjaldþrots Thomas Cook. vísir/getty Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. „Ég reyndi að tékka mig inn í gærkvöldi en þau vildu ekki leyfa mér það,“ segir Ruth Caruana sem átti bókað flug með Thomas Cook frá London heim til Möltu í dag. Hún er ósátt við að félagið hafi verið að taka við bókunum og greiðslum frá viðskiptavinum fyrir aðeins fáeinum vikum. „Við bókuðum fyrir þremur vikum og borguðum fyrir það um 700 pund. Það var svindlað á okkur. Ef þau vissu að þau væru að fara í þrot þá hefðu þau ekki að leyfa okkur að kaupa miðana. Við höfum engan stað til að fara á núna og ég er að reyna að finna annað flug. Ég vona bara að tryggingarnar borgi það,“ segir Caruana.Thomas Cook var ein stærsta ferðaskrifstofa í heimi og bauð meðal annars upp á ferðir til Evrópu, Karíbahafsins, Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda.vísir/getty„Við erum bálreiðar“ Þá eru breskir ferðalangar á Mallorca sem áttu bókað með Thomas Cook orðnir óþreyjufullir eftir því að komast heim. Jodie Morgan, sem er á ferðalagi með vinkonu sinni Emmu Handford, er vægast sagt ósátt við Thomas Cook. Hún lýsir framkomu ferðaskrifstofunnar í þeirra garð sem skítlegri. Morgan segist hafa hringt í fyrirtækið á laugardagsmorgun til að kanna hvort að fluginu þeirra heim yrði aflýst enda þá þegar orðið ljóst að staða félagsins væri orðin þröng. Var Morgan sagt að allt yrði í lagi. „Við erum bálreiðar. Ég get eiginlega ekki sagt hvernig mér líður, ég er reið, í uppnámi. Maður er bara að bíða eftir því að fá að vita hvenær maður kemst heim,“ segir Morgan. Þær stöllur eru á meðal þeirra 155 þúsund breskra ferðamanna sem ríkisstjórn Boris Johnson hefur heitið því að koma aftur til síns heima í því sem lýst hefur verið sem stærstu björgunaraðgerðum ríkisins síðan í seinna stríði. Af þeim 16 þúsund manns sem áttu bókað flug heim í dag vonast stjórnvöld til þess að koma að minnsta kosti 14 þúsund til síns heima.Þúsundir starfsmanna missa vinnuna við gjaldþrot Thomas Cook. Hér sjást nokkrir þeirra í faðmlögum við höfuðstöðvar fyrirtækisins í dag.vísir/vilhelmFimmtán gestir í staðinn fyrir fimmtíu Svo eru það þau sem voru búin að bóka ferð frá Bretlandi og ætluðu í frí eða jafnvel að gifta sig. Þeirra á meðal eru þau Layton Roche og Natalie Wells frá Manchester sem ætluðu að gifta sig á Kos í Grikklandi næstkomandi föstudag. Þær áætlanir eru hins vegar í uppnámi vegna þess þau og tugir gesta áttu öll bókaða ferð með Thomas Cook. Þau komust að gjaldþroti félagsins þegar þau voru rétt að leggja af stað út á flugvöll í nótt. „Við höfum verið að skipuleggja þetta í tvö ár. Núna eru heilmiklir peningar farnir í vaskinn og draumar okkar orðnir að engu,“ segir Roche. Hjónaleysin eiga tvö börn, hafa verið saman í sjö ár og trúlofuð í fimm. Sumir gestanna voru þegar komnir til Grikklands, þar á meðal pabbi Roche og annað barnið þeirra. Sjálf munu Roche og Wells komast til Grikklands til þess að gifta sig en þau búast ekki við því að það komi fleiri en fimmtán af þeim 50 gestum sem ætluðu að koma í brúðkaupið. Ástæðan er sú hversu flugmiðar frá Manchester til Kos, sem bókaðir eru með svo stuttum fyrirvara, kosta mikið. Wells og Roche borguðu 4000 pund, eða rúmlega 600 þúsund, fyrir flugmiða fyrir sig, móður brúðarinnar og hitt barnið sitt. Þau fljúga til Grikklands í gegnum Birmingham og svo heim í gegnum Leeds.Ferðaskrifstofan Thomas Cook varð gjaldþrota í nótt með tilheyrandi vandræðum fyrir fjölda viðskiptavina fyrirtækisins.vísir/gettyHaldið í gíslingu á hóteli í Túnis vegna skuldar Thomas Cook Síðan eru það hótelgestirnir í Túnis sem voru læstir inni á hótelinu Les Orangers í gærkvöldi í aðdraganda gjaldþrotsins þar sem Thomas Cook hafði ekki borgað fyrir gistinguna. Á myndbandi sem birt var á netinu í gær sést hvar gestir hótelsins standa við læst hlið og komast ekki út.Krafðist hótelið þess að gestirnir, sem höfðu þá þegar borgað Thomas Cook fyrir gistinguna, myndu í raun borga aftur fyrir hótelið þar sem greiðslur hefðu ekki borist frá fyrirtækinu. Thomas Cook staðfestir að atvik af þessu tagi hefði komið upp en fullyrðir að vandamálið hefði verið leyst.Lögðu í púkkið fyrir áhöfnina í síðasta fluginu Að lokum er það svo sagan af síðasta flugi Thomas Cook sem var frá Orlando til Manchester. Áhöfnin í fluginu mun ekki fá greitt fyrir þessa síðustu vakt en þegar það varð ljóst tóku flugfarþegar sig til og lögðu í púkkið fyrir áhöfnina. „Við vorum mjög heppin en við vissum ekki hver staðan var. Það var ekki fyrr en við lentum að við áttuðum okkur á því að fyrirtækið væri farið í þrot. Við tékkuðum okkur inn eins og venjulega en þegar við lentum áttuðum við okkur á því hvað hafði gerst því það var ekkert hlið fyrir okkur á flugvellinum. Ég finn til með áhöfninni, við söfnuðum pening fyrir þau. Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ segir Gary Bell, einn af farþegunum. Það er ljóst að það er mikið verk fyrir höndum að koma öllum viðskiptavinum Thomas Cook sem eru strandaglópar til síns heima. Vísir sendi fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort einhver Íslendingur hefði leitað til borgaraþjónustunnar vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að svo sé ekki. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Um 600 þúsund viðskiptavinir bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook eru nú strandaglópar víða um heim eftir að fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nótt. Þær eru því ófáar raunasögurnar sem birst hafa í erlendum fjölmiðlum í dag þar sem fólk lýsir því hvaða áhrif gjaldþrotið hefur haft á ferðaáætlanir þeirra. „Ég reyndi að tékka mig inn í gærkvöldi en þau vildu ekki leyfa mér það,“ segir Ruth Caruana sem átti bókað flug með Thomas Cook frá London heim til Möltu í dag. Hún er ósátt við að félagið hafi verið að taka við bókunum og greiðslum frá viðskiptavinum fyrir aðeins fáeinum vikum. „Við bókuðum fyrir þremur vikum og borguðum fyrir það um 700 pund. Það var svindlað á okkur. Ef þau vissu að þau væru að fara í þrot þá hefðu þau ekki að leyfa okkur að kaupa miðana. Við höfum engan stað til að fara á núna og ég er að reyna að finna annað flug. Ég vona bara að tryggingarnar borgi það,“ segir Caruana.Thomas Cook var ein stærsta ferðaskrifstofa í heimi og bauð meðal annars upp á ferðir til Evrópu, Karíbahafsins, Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda.vísir/getty„Við erum bálreiðar“ Þá eru breskir ferðalangar á Mallorca sem áttu bókað með Thomas Cook orðnir óþreyjufullir eftir því að komast heim. Jodie Morgan, sem er á ferðalagi með vinkonu sinni Emmu Handford, er vægast sagt ósátt við Thomas Cook. Hún lýsir framkomu ferðaskrifstofunnar í þeirra garð sem skítlegri. Morgan segist hafa hringt í fyrirtækið á laugardagsmorgun til að kanna hvort að fluginu þeirra heim yrði aflýst enda þá þegar orðið ljóst að staða félagsins væri orðin þröng. Var Morgan sagt að allt yrði í lagi. „Við erum bálreiðar. Ég get eiginlega ekki sagt hvernig mér líður, ég er reið, í uppnámi. Maður er bara að bíða eftir því að fá að vita hvenær maður kemst heim,“ segir Morgan. Þær stöllur eru á meðal þeirra 155 þúsund breskra ferðamanna sem ríkisstjórn Boris Johnson hefur heitið því að koma aftur til síns heima í því sem lýst hefur verið sem stærstu björgunaraðgerðum ríkisins síðan í seinna stríði. Af þeim 16 þúsund manns sem áttu bókað flug heim í dag vonast stjórnvöld til þess að koma að minnsta kosti 14 þúsund til síns heima.Þúsundir starfsmanna missa vinnuna við gjaldþrot Thomas Cook. Hér sjást nokkrir þeirra í faðmlögum við höfuðstöðvar fyrirtækisins í dag.vísir/vilhelmFimmtán gestir í staðinn fyrir fimmtíu Svo eru það þau sem voru búin að bóka ferð frá Bretlandi og ætluðu í frí eða jafnvel að gifta sig. Þeirra á meðal eru þau Layton Roche og Natalie Wells frá Manchester sem ætluðu að gifta sig á Kos í Grikklandi næstkomandi föstudag. Þær áætlanir eru hins vegar í uppnámi vegna þess þau og tugir gesta áttu öll bókaða ferð með Thomas Cook. Þau komust að gjaldþroti félagsins þegar þau voru rétt að leggja af stað út á flugvöll í nótt. „Við höfum verið að skipuleggja þetta í tvö ár. Núna eru heilmiklir peningar farnir í vaskinn og draumar okkar orðnir að engu,“ segir Roche. Hjónaleysin eiga tvö börn, hafa verið saman í sjö ár og trúlofuð í fimm. Sumir gestanna voru þegar komnir til Grikklands, þar á meðal pabbi Roche og annað barnið þeirra. Sjálf munu Roche og Wells komast til Grikklands til þess að gifta sig en þau búast ekki við því að það komi fleiri en fimmtán af þeim 50 gestum sem ætluðu að koma í brúðkaupið. Ástæðan er sú hversu flugmiðar frá Manchester til Kos, sem bókaðir eru með svo stuttum fyrirvara, kosta mikið. Wells og Roche borguðu 4000 pund, eða rúmlega 600 þúsund, fyrir flugmiða fyrir sig, móður brúðarinnar og hitt barnið sitt. Þau fljúga til Grikklands í gegnum Birmingham og svo heim í gegnum Leeds.Ferðaskrifstofan Thomas Cook varð gjaldþrota í nótt með tilheyrandi vandræðum fyrir fjölda viðskiptavina fyrirtækisins.vísir/gettyHaldið í gíslingu á hóteli í Túnis vegna skuldar Thomas Cook Síðan eru það hótelgestirnir í Túnis sem voru læstir inni á hótelinu Les Orangers í gærkvöldi í aðdraganda gjaldþrotsins þar sem Thomas Cook hafði ekki borgað fyrir gistinguna. Á myndbandi sem birt var á netinu í gær sést hvar gestir hótelsins standa við læst hlið og komast ekki út.Krafðist hótelið þess að gestirnir, sem höfðu þá þegar borgað Thomas Cook fyrir gistinguna, myndu í raun borga aftur fyrir hótelið þar sem greiðslur hefðu ekki borist frá fyrirtækinu. Thomas Cook staðfestir að atvik af þessu tagi hefði komið upp en fullyrðir að vandamálið hefði verið leyst.Lögðu í púkkið fyrir áhöfnina í síðasta fluginu Að lokum er það svo sagan af síðasta flugi Thomas Cook sem var frá Orlando til Manchester. Áhöfnin í fluginu mun ekki fá greitt fyrir þessa síðustu vakt en þegar það varð ljóst tóku flugfarþegar sig til og lögðu í púkkið fyrir áhöfnina. „Við vorum mjög heppin en við vissum ekki hver staðan var. Það var ekki fyrr en við lentum að við áttuðum okkur á því að fyrirtækið væri farið í þrot. Við tékkuðum okkur inn eins og venjulega en þegar við lentum áttuðum við okkur á því hvað hafði gerst því það var ekkert hlið fyrir okkur á flugvellinum. Ég finn til með áhöfninni, við söfnuðum pening fyrir þau. Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ segir Gary Bell, einn af farþegunum. Það er ljóst að það er mikið verk fyrir höndum að koma öllum viðskiptavinum Thomas Cook sem eru strandaglópar til síns heima. Vísir sendi fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort einhver Íslendingur hefði leitað til borgaraþjónustunnar vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að svo sé ekki.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Thomas Cook fallið Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook. 23. september 2019 06:33