Real Madrid vill fá enska landsliðsmanninn Raheem Sterling frá Manchester City fyrir næsta tímabil.
Samkvæmt heimildum The Athletic fundaði umboðsmaður Sterlings með forráðamönnum Real Madrid í sumar.
Sterling ku vera opinn fyrir því að leika með Real Madrid í framtíðinni.
Enski landsliðsmaðurinn hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað fimm mörk í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann sat allan tímann á varamannabekknum þegar City rústaði Watford á laugardaginn, 8-0.
Real Madrid vann 0-1 útisigur á Sevilla í gær. Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stig, jafn mörg og topplið Athletic Bilbao.
Real Madrid vill fá Sterling næsta sumar

Tengdar fréttir

Benzema skaut Real Madrid upp í annað sætið
Real Madrid klífur upp töfluna á Spáni.

Liverpool greiddi Manchester City milljón punda vegna njósna
Liverpool greiddi Manchester City eina milljón punda árið 2013 vegna njósnamáls. The Times greinir frá þessu í dag.

Man. City búið að skora jafnmörg mörk í sex leikjum og Huddersfield gerði allt síðasta tímabil
Manchester City gekk frá Watford fyrr í dag er liðin mættust í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en ensku meistararnir skoruðu átta mörk.

Meistararnir niðurlægðu Watford
City setti í fimmta gír í dag.

Fékk á sig átta mörk gegn Man. City um helgina: „Styttist í að þeir skori tíu í sama leiknum“
Það var nóg að gera hjá Ben Foster um helgina.

Bernardo Silva gerði grín að Benjamin Mendy á Twitter en gæti verið í vandræðum
Færsla á Twitter gæti sent Bernardo Silva í leikbann.

Guardiola viss um að Arteta muni taka við af honum
Pep Guardiola segist viss um það að Mikel Arteta muni taka við af honum sem knattspyrnustjóri Manchester City þegar hann ákveður að hætta.