Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2019 22:24 Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“ Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Veitingamaður fagnar því að fjármálaráðherra vilji skoða hvað stjórnvöld geta gert til að létta rekstrarumhverfi veitingahúsa. Hann segir menn þurfa að vanda sig þegar kemur að verðsamanburði á bjór úr vínbúðinni og bjór á bar líkt og fjármálaráðherra gerði. Það vakti mikla athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á að verðlagning á bjór á Nordica hótelinu væri 370 prósentum yfir smásöluverði. Bjórinn sem Bjarni keypti kostaði 1.400 krónur en sami bjór kostar 379 krónur úr ÁTVR.Sjá einnig: Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Ráðherra nefndi þetta eftir að stjórnvöld höfðu verið gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald en Bjarni sagði ekki hægt að kenna gjaldinu einvörðungu um þegar svo mikil álagning væri til staðar. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. „Menn þurfa aðeins að vanda sig að vera ekki að bera saman staðgengisvörur. Þarna er verið að bera saman bjór úr Vínbúðinni annars vegar og vöru keypta á einu kannski fínasta hóteli bæjarins, þar sem er jafnvel fagleg þjónusta að baki. Menn verða að átta sig á því, og ég veit að fjármálaráðherra gerir það, að þú ert að borga fyrir margt og mikið meira en einvörðungu vöruna sem slíka.“ Hann segir stöðuna í veitingageiranum í dag ekki frábæra. „Ég veit að ráðherra var eitthvað að tala um það hvort ekki væri hægt að kíkja eitthvað á stöðuna og skoða með okkur hvað hægt væri að gera. Ég myndi svo sannarlega fagna því, ekki síst sem stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.“ Jakob segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið. „Á Íslandi í dag erum við að vinna með 30 prósent kostnaðarverð seldra vara og 50 prósent launakostnað. Þá gefur auga leið að þá er ekkert mikið eftir til þess að taka af öðrum kostnaði í svona rekstri.“
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24