Opinberun tvöfeldninnar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 22. september 2019 18:51 Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir þykist hafa gildi og marka stefnu ríkisins, en keppist í reynd við að þjóna kerfi sem brýtur á, lítillækkar og þaggar niður í þeim sem minnstar varnir hafa gegn ofríki hins opinbera. Eins og ég hef árangurslítið reynt að vekja athygli á síðan ég byrjaði að tjá mig um GG-mál fer því fjarri að allar hliðar þeirrar sögu hafi verið leiddar til lykta með endurupptökuferli síðustu ára. Satt að segja höfum við, sem ekki höfum getað lokað augunum, engan frið fengið fyrir níði embættismannanna, sem markvisst hafa leitast við að klína skömminni og ábyrgðinni á því hvernig fór - ef ekki hinni lagalegu sekt - á hina fótum troðnu einstaklinga sem dæmdir voru í málunum. Þegar settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, krafðist sýknu í fyrra tiltók hann sem ástæðurnar fyrir röngum dómi í tilfelli afa míns hans meintu persónulegu veikleika: lélega greind, sögu áfengis- og vímuefnamisnotkunar, innbyggða undirlægjusemi gagnvart rannsakendum, o.s.frv. - meingallaðar athuganir sem finna má í einhverri geðskýrslu sem var framkvæmd þegar afi minn hafði setið í einangrun í hálft ár. Davíð Þór vildi meina að þessir sálrænu þættir hafi legið að baki játningu afa míns, en ekki svívirðileg og endurtekin brot opinberra starfsmanna á réttindum hans. Greinargerð setts ríkislögmanns, Andra Árnasonar, er beint framhald af þolendaskömmun og þöggun kerfisins á því ofbeldi sem íslenska ríkið ber ábyrgð á og skyldu til að bæta upp. Því miður tók fyrrum lögmaður okkar fjölskyldunnar, Lúðvík Bergvinsson, virkan þátt í þessu ráðabruggi verjenda kerfisins og vísaði alltaf til þess, þegar ég kvartaði, að þetta væri nauðsynlegur liður í stærri strategíu til þess að fá málið endurupptekið og dómnum hnekkt. Ég hef skrifað um þetta greinar og haldið fyrirlestur sem fólk getur hlustað á hér. Andstyggileg aðför kerfisins að Guðjóni Skarphéðinssyni ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart. En Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás. Hún hefði getað sett á laggirnar rannsóknarnefnd til að gera upp það sem enn er óuppgert í málinu - til þess m.a. að komast að því hver beri ábyrgð á hverju - og hún hefði getað hafnað því að ríkið tæki þátt í þolendaskömmun og þöggun. En hún kaus að aðhafast ekki í þá átt, heldur ljá herferð kerfisins sína rödd og andlit til þess að almenningur héldi það mánuðum saman að hér væri allt í ásættanlegu horfi, þrátt fyrir að við hefðum lengi verið virkilega ósátt með aðgerða- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar og ekki legið á þeirri skoðun. Má Katrín skammast sín fyrir sinn þátt í þessari sögu. Hins vegar má ekki eigna henni sjálfri eða þessari ríkisstjórn það níð sem birtist í greinargerð setts ríkislögmanns. Í þessu stærra kerfislæga samhengi eru ráðherrarnir bara undirlægjur.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar