Yngsti prestur landsins fær brauð í Heydölum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2019 19:15 Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði Árborg Trúmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Yngsti prestur landsins fer nú í Austfjarðaprestakall og tekur við starfi prest í Heydölum. Hér erum við að tala um Selfyssinginn og frjálsíþróttakappann, Dag Fannar Magnússon, sem hefur getið sér gott orð sem sleggjukastari. Dagur Fannar er 27 ára Selfyssingur. Hann útskrifaðist úr guðfræði í vor og nýlega vígði Biskups Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir hann til prestþjónustu, ásamt þremur öðrum guðfræðingum og tveir voru vígðir til djáknaþjónustu. Dagur Fannar fékk brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi en það þykir með betri brauðum enda hafa margir vel metnir prestar setið þar. En af hverju ákvað Dagur Fannar að fara að læra guðfræði? „Það er kannski röð tilviljana og atvika sem leiddu mig út í það og svo kannski þessi hræðsla við dauðann á sínum tíma, þá var ég svo afskaplega hræddur við dauðann, maður var að leita svar, þá ákvað ég að skrá mig í guðfræðideildina“. Dagur Fannar segist ekki hræðast dauðann lengur enda er hann sannfærður um að við getum upplifað guðsríki á jörðinni í dag. En hann segist ekki vita hver guð sé, það sé spurning aldanna, sem verði aldrei svarað með góðu móti. En Jesús Kristur, þú ert nú svolítið líkur honum. „Já, finnst þér það, verður maður ekki að feta í fótspor frelsarans“, segir Dagur Fannar og hlær Dagur Fannar tekur við embætti prests í Heydölum 1. nóvember 2019 og flytur þangað með fjölskylduna sína, konu og tvö börn. Hann er yngsti prestur landsins. Séra Dagur Fannar eftir prestvígsluna í Dómkirkjunni, ásamt konu sinni, Þóru Grétu Pálmarsdóttur og börnunum þeirra, Kristbjörgu Lilju og Skarphéðni Krumma.Linda Björg Perludóttir.En verður hann skemmtilegur prestur eða leiðinlegur? „Ég ætla rétt að vona að ég verði skemmtilegur en ég er kannski ekki sá besti að dæma um það“. Dagur Fannar hefur getið sér gott orð í frjálsíþróttum og hefur unnið til margra titla á þeim vettvangi. „Já, ég var mikið í frjálsum á Selfossi eða þar til að ég byrjað í háskólanum. Ég var að æfa sleggjukast. Ég kem nú stundum hingað austur til að keppa á héraðsmótum enn þá, ég er skráður í HSK, rífa í sleggjuna fyrir bikarmót og safna nokkrum stigum“, segir Dagur Fannar, sem er búsettur með fjölskyldu sinni í Hafnarfirði
Árborg Trúmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira