Segir landsmenn þurfa að venjast lyfjaskorti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 19:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi líklega að fara venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira