Segir landsmenn þurfa að venjast lyfjaskorti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 19:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi líklega að fara venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira