Greiðum leiðina fyrir stúdenta Katla Ársælsdóttir skrifar 22. september 2019 14:18 Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun