Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 13:00 Drífa Snædal forseti Así segir ASÍ vinna að leiðbeinandi reglum fyrir stéttarfélög sem verja eigi starfsólk þeirra fari það í deilur gegn þeim. ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera. Kjaramál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera.
Kjaramál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira