Nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu furðulegar, sorglegar og með ólíkindum að mati þingmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 11:39 Þingmennirnir ræddu málin. Vísir/Vilhelm Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Þrír þingmenn segja nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum ýmist vera sorglegar, furðulegar eða með ólíkindum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir settan ríkislögmann láta eins og ekkert hafi gerst í málinu frá árinu 1980. Greint var frá því í síðustu viku að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í fyrra af aðild að Geirfinnsmálinu, og telur kröfu hans fyrnda. Að mati ríkisins hefur sakfellingardómur Hæstaréttar frá 1980 fullt sönnunargildi í málinu.Þessi afstaða setts ríkislögmanns í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni Guðjóns, sem sagði að sig hefði svimað er hann las yfir greinargerðsetts ríkislögmanns þar sem fyrrgreind afstaða ríkisins var sett fram.Furðar sig á afstöðunni Málið var til umræðu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem Guðmundur Andri, Bryndís Haraldsdóttir, þingkona sjálfstæðisflokksins og Halldóra Mogensen, þingkona Pírata lýstu sinni afstöðu til málsins.Guðmundur Andri furðar sig á afstöðu setts ríkislögmanns í málinu.„Það er búið að hnekkja dómunum frá 1980 í þessum málum. Þess vegna er það furðulegt að sjá ríkislögmann, settan af forsætisráðherra, sjá hann byggja á þessu dómi og láta eins og ekkert hafi gerst í málinu árið 1980 þegar hann tekur til varnar fyrir ríkið gagnvart fjárkröfum í þessu einkamáli,“ sagði Guðmundur Andri.Hann segist geta skilið að ríkið þurfi að taka sér ákveðna stöðu í málinu til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs en áttar sig ekki á hverju ríkislögmaður byggi þessa stöðu.„Þarna er hann ekki að taka sér stöðu í málinu eins og það liggur fyrir, heldur er hann einhvers staðar allt annar staðar í málinu. Ég er ekki löglærður maður en ég skil bara með engu móti hvernig þetta er hægt,“ sagði Guðmundur Andri.Réttindi borgaranna hljóti að vera hagur ríkisins Bryndís sagðist hafa skilning á því að væri að gæta skattfé almennings en sagði sorglegt að málið væri komið í þann farveg sem það virðist vera komið í. „Með einhverjum hætti þarf að greiða þeim einhverjar bætur. Ég held að peningar geti aldrei snúið þessu með einhverjum hætti við. Peningar eru bara peningar og þetta fólk hefur sætt þessum órétti. Stóra málið fyrir þau hljóti að vera viðurkenning á því. Svo auðvitað væri æskilegt og ég held að við höfum all staðið í þeirri von að það væri hægt að ná einhverju samkomulagi um einhverjar bætur í kjölfarið. Það er bara sorglegt að sjá þetta komið í þennan farveg aftur. Ég held að enginn hafi viljað sjá það þannig,“ sagði Bryndís. Halldóra sagði afstöðu setts ríkislögmanns hins vegar vera með ólíkindum. „Ríkið á að standa vörð um réttindi borgaranna fram fyrir eigin buddu, fram yfir eigin hag. Réttindi borgaranna hljóta að vera hagur ríkisins. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra sem var þá spurð hvort ríkið ætti þá hreinlega að ganga að öllum skaðabótakröfum í málinu? „Mér finnst allavega með ólíkindum að ríkislögmaður láti út úr sér að hafna öllum kröfum um skaðabætur. Það er rosalega furðuleg afstaða. Þetta virðist vera einhver grundvallarmisskilningur innan íslenskar stjórnsýslu að ríkið eigi að vera, að hagsmunirnir séu buddan, en ekki réttindi borgarinnar,“ sagði Halldóra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Sprengisandur Tengdar fréttir Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10 Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Guðmundar og Geirfinnsmálið: „Ríkið er nú komið í stríð við Hæstarétt“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, segir það hafa komið skjólstæðingi sínum á óvart að ríkisstjórnin skyldi hafa krafist sýknu af skaðabótakröfum Guðjóns vegna fangelsunar hans í Gerfinnsmálinu. 20. september 2019 09:10
Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu. 20. september 2019 06:15