Hetjur í kvöld eftir uppákomu í vikunni Anton Ingi Leifsson skrifar 21. september 2019 20:45 Romelu Lukaku fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty Inter Milan hafði betur í slagnum um Mílanó-borg er liðið vann 2-0 sigur á grönnunum í AC Milan er liðin mættust á San Siro í kvöld í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Inter varð af mikilvægum stigum í Meistaradeildinni í vikunni er liðið gerð 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli og voru það mikil vonbrigði. Leikmenn liðsins eru sagðir hafa lent í hörku rifrildi eftir leikinn en þar áttust við Romelu Lukaku og Marcelo Brozovic. Þeir bættu það hins vegar upp í kvöld. Marcelo Brozovic kom Inter yfir á 49. mínútu og á 78. mínútu var það Romelu Lukaku sem tvöfaldaði forystuna. Lokatölur 2-0.First Milan derby. First Milan derby goal. pic.twitter.com/xxmwYthC8E — Squawka News (@SquawkaNews) September 21, 2019 Inter er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar en AC Milan er með sex stig eftir leikina fjóra. Ítalski boltinn
Inter Milan hafði betur í slagnum um Mílanó-borg er liðið vann 2-0 sigur á grönnunum í AC Milan er liðin mættust á San Siro í kvöld í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Inter varð af mikilvægum stigum í Meistaradeildinni í vikunni er liðið gerð 1-1 jafntefli við Slavia Prag á heimavelli og voru það mikil vonbrigði. Leikmenn liðsins eru sagðir hafa lent í hörku rifrildi eftir leikinn en þar áttust við Romelu Lukaku og Marcelo Brozovic. Þeir bættu það hins vegar upp í kvöld. Marcelo Brozovic kom Inter yfir á 49. mínútu og á 78. mínútu var það Romelu Lukaku sem tvöfaldaði forystuna. Lokatölur 2-0.First Milan derby. First Milan derby goal. pic.twitter.com/xxmwYthC8E — Squawka News (@SquawkaNews) September 21, 2019 Inter er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar en AC Milan er með sex stig eftir leikina fjóra.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti