Málamiðlun nauðsynleg á grunni löggjafar Jón Gunnarsson skrifar 20. september 2019 08:00 Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Gunnarsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sú kraftmikla umræða sem átt hefur sér stað á undanförnum vikum og mánuðum um orkumál verður að halda áfram. Umræðan hefur leitt ítrekað fram hversu mikilvægar orkuauðlindir okkar eru þjóðinni. Það kemur ekki á óvart, þar sem sjálfbær nýting þeirra gjörbreytti íslensku samfélagi. Með auðlindanýtingu sem leidd var af Sjálfstæðisflokknum var mögulegt að bjóða landsmönnum raforku á umtalsvert lægra verði en þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Nú erum við á tímamótum. Í fyrsta skipti í áratugi boða sérfræðingar og stofnanir á þessu sviði að reikna megi með að skerða þurfi afhendingu á raforku innan fárra ára, verði ekki brugðist við. Það gengur auðvitað ekki í þessu orkuríka landi. Með nýtingu endurnýjanlegrar raforku hefur okkur tekist að breyta íslensku samfélagi í grundvallaratriðum. Við höfum byggt upp fjölbreyttari tækifæri fyrir ungt fólk og byggðir landsins. Við hljótum öll að vera sammála um að samþjöppun byggðar á suðvesturhorni landsins sé ekki heppileg. Öll viljum við blómlega byggð um allt land. Til að svo megi verða þarf að skapa ný tækifæri sem tækniþróun í hefðbundnum atvinnugreinum gerir mögulegt. Ef Ísland á að bjóða framúrskarandi lífskjör verður að auka tekjur okkar af útflutningi sem treystir stoðir okkar til lengri tíma. Við eigum að leggja áherslu á nýja og græna atvinnustefnu m.a. á grundvelli grænnar orku. Má þar nefna tækifæri í matvælaframleiðslu, eldsneytisframleiðslu og gagnaversiðnaði. Í vikunni nefndi forseti Indlands tækifæri til uppbyggingar gagnavera á Íslandi. Glöggt er gests augað. Við þurfum að skapa ný tækifæri og tryggja lífsgæði um allt land fyrir unga fólkið okkar, annars er hætta á að það leiti á önnur mið. Það er við þessar aðstæður sem ég gagnrýni umhverfisráðherra og segist ekki geta stutt ríkisstjórn sem fer fram með þá öfgastefnu sem hann boðar. Hér er málamiðlun nauðsynleg, á þeim grunni sem löggjafinn hefur lagt í þessum mikilvæga málaflokki.Jón Gunnarsson. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar