Fótbolti

Forráðamenn Barcelona ósáttir við Pique

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gerard Pique
Gerard Pique vísir/getty
Ósætti er innan herbúða Barcelona og mun Gerard Pique funda með forseta félagsins til þess að reyna að koma til sátta. ESPN greinir frá þessu.

Pique og Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, eiga í góðu sambandi þrátt fyrir hnökra síðustu daga. Pique hjálpaði félaginu meðal annars að landa sínum stærsta styrktaraðila.

En Pique skaut á forráðamenn Barcelona um helgina þegar hann sagði að leikmennirnir vissu vel hverjir væru að gefa fréttamönnum ýmsar innanbúðarupplýsingar.

Ummælin eru sögð hafa verið vegna fréttar í Mundo Deportivo í síðustu viku þar sem kom fram að leikmennirnir væru komnir með of mikil völd á Nývangi.

Þessi ummæli Pique fóru ekki vel í hátt setta innan Barcelona og er því þörf á sáttafundi á milli Pique og forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×