Sagði kominn tíma á rauðhærðan Bond Andri Eysteinsson skrifar 30. september 2019 21:46 Damian Lewis, næsti James Bond? Getty/Tomaso Boddi Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond. Lewis hefur löngum verið orðaður við hlutverkið, líkt og reyndar mikill fjöldi leikara. Þar á meðal Idris Elba, Tom Hiddleston og Richard Madden. Hann hefur lítið viljað tjá sig um hlutverkið en í viðtali við Radio Times í Bretlandi á dögunum sagði leikarinn að kannski væri kominn tími á rauðhærðan Bond. Lewis sem sjálfur skartar fallega rauðu hári sagði í viðtalinu að loksins þegar komið væri að því að gera næstu Bond mynd yrði hann sjálfur eflaust orðinn hundgamall. Lewis sem er 48 ára gamall hefur í gegnum tíðina haft orð á því hversu lélegur njósnari James Bond er, hvað hann geri mörg mistök og það besta við hann sé hversu lélegur í starfi hann sé. Veðbankar í Bretlandi hafa þó ekki eins mikla trú á því að Lewis hreppi hlutverkið, sem í dag er leikið af Daniel Craig, og á að einn af þeim James Norton, Richard Madden eða Tom Hiddleston taki við af Craig þegar tíminn kemur. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Svona losnar þú við baugana Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Breski leikarinn Damian Lewis sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku spennuþáttunum Homeland virðist hafa ýjað að því í útvarpsviðtali að hann væri til í að taka við hlutverki njósnara hennar hátignar, James Bond. Lewis hefur löngum verið orðaður við hlutverkið, líkt og reyndar mikill fjöldi leikara. Þar á meðal Idris Elba, Tom Hiddleston og Richard Madden. Hann hefur lítið viljað tjá sig um hlutverkið en í viðtali við Radio Times í Bretlandi á dögunum sagði leikarinn að kannski væri kominn tími á rauðhærðan Bond. Lewis sem sjálfur skartar fallega rauðu hári sagði í viðtalinu að loksins þegar komið væri að því að gera næstu Bond mynd yrði hann sjálfur eflaust orðinn hundgamall. Lewis sem er 48 ára gamall hefur í gegnum tíðina haft orð á því hversu lélegur njósnari James Bond er, hvað hann geri mörg mistök og það besta við hann sé hversu lélegur í starfi hann sé. Veðbankar í Bretlandi hafa þó ekki eins mikla trú á því að Lewis hreppi hlutverkið, sem í dag er leikið af Daniel Craig, og á að einn af þeim James Norton, Richard Madden eða Tom Hiddleston taki við af Craig þegar tíminn kemur.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Svona losnar þú við baugana Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein