Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur ráðið Jón Þorstein Oddleifsson sem framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Jón Þorsteinn er fæddur árið 1975. Hann er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og hagfræðingur með framhaldspróf í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði en síðustu ár hefur hann sinnt viðskiptaþróun hjá Landsbréfum sem er sjóðastýringarfyrirtæki Landsbankans.
Á árunum 2008-2010 var Jón Þorsteinn fjármálastjóri nýja Landsbankans og þar áður var hann forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans. Hann hefur einnig sinnt fjármálaráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem sjálfstæður ráðgjafi.
Jón Þorsteinn er kvæntur Helgu Margréti Pálsdóttur, matvælafræðingi og eiga þau fjóra syni.
Frá Landsbréfum í Ölgerðina
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent


Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent