Edinson Cavani og Thiago Silva gætu farið frítt í sumar frá Paris Saint-Germain. Samningar þeirra renna út í sumar og samkvæmt heimildum ESPN hefur PSG ekki boðið þeim framlengingu.
Suður-Ameríkumennirnir eru með reyndustu leikmönnum liðsins. Cavani hefur hins vegar átt erfitt upp á síðkastið vegna meiðlsa og yngri menn hafa komist framar Silva í goggunarröðinni.
Heimildarmenn ESPN segja að Cavani vilji telja forráðamenn PSG á að gefa honum nýjan samning og að hann vilji vera áfram í París.
Hins vegar ef það kemur að því að hann fari þá vill hann helst vera áfram í Evrópu. Atletico Madrid, Napóli, Inter Mílan og Manchester United hafa öll verið sögð áhugasöm um Úrúgvæann.
Cavani gæti farið frítt í sumar
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
