Gerðu uppreisn í „martraðarsiglingu“ þegar Íslandsstoppið var slegið af Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 14:10 Reiðir farþegar sjást hér gera hróp að skipverja um borð í skemmtiferðaskipinu Norwegian Spirit. Vísir/getty Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019 Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019
Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira