„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á Alþingi í kvöld. „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Frumvarpið mælir fyrir um heimild til sanngirnisbóta til þeirra fimm einstaklinga sem sýknaðir voru og eftir atvikum til fjölskyldna þeirra. Samhliða er kveðið á um að samningaviðræður um bætur haldi áfram undir handleiðslu forsætisráðherra. Bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu lýstu efasemdnum um frumvarpið í umræðu um það sem nú stendur yfir á Alþingi.Sjá einnig: Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði kvatt sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta áður en Katrín mælti fyrir frumvarpinu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi með öllu óeðlilegt að verið væri að taka málið fyrir á vettvangi Alþingis. „Ég get ekki fallist á þann málflutning,” sagði Katrín. Katrín sagði meðal annars að ríkisstjórnin hafi þegar beðið sakborninga og aðra sem átt hafi um sárt að binda vegna málsins afsökunar. Þetta frumvarp lúti aðeins að fjárhagslegum hliðum málsins og bótagreiðslum. Ríkisstjórnin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna málsins síðan greinagerð ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna sem sýknaðir voru í endurupptöku málsins í fyrra, komst í kastljós fjölmiðla.Ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum Ekki hefur hingað til tekist að semja um bótagreiðslur á vettvangi sáttanefndar og því höfðaði Guðjón Skarphéðinsson bótamál fyrir dómstólum. Í greinagerð setts ríkislögmanns er bótakröfum hans, upp á rúman milljarð króna, hafnað og krafist sýknu. Fram kom í máli Katrínar á Alþingi í kvöld að ríkislögmaður ætli að breyta málflutningi sínum í málinu verði frumvarpið sem hún mælti fyrir í kvöld að lögum. Það sé eitt af því sem komið hafi út úr fundum hennar með settum ríkislögmanni í málinu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar kveðst hvorki skilja upp né niður í frumvarpinu. Þegar séu til lög sem heimili bótagreiðslur til þeirra sem sýknaðir eru í sakamálum. „Af hverju að leggja þetta fram, af hverju er látið eins og þetta sé nauðsynleg lagasetning, ég bara átta mig alls ekki á því,” sagði Helga Vala. Í svari sínu sagði Katrín að lögfræðingar hennar í forsætisráðuneytinu hafi metið það svo að gera þyrfti slíka lagabreytingu, meðal annars til þess að sérstök heimild verði til staðar til að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem látnir eru. „Það er ástæðan fyrir því að þetta kemur inn í formi lagafrumvarps,” sagði Katrín. Þá spurði Helga Vala einnig um stöðu Erlu Bolladóttur en mál hennar var ekki endurupptekið en hún hlaut á sínum tíma aðeins dóm fyrir rangar sakagiftir en ekki fyrir aðild að mannshvarfi eða manndrápi. Frumvarpið nær ekki til Erlu Bolladóttur þar sem hún er ekki í hópi þeirra sem sýknaðir voru. En það voru ekki aðeins þingmenn stjórnarandstöðunnar sem lýstu efasemdum um þá leið sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara í málinu. „Er ekki eðlilegast að ljúka þessu máli fyrir dómstólum?” spurði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem kveðst hugsi yfir frumvarpinu. Katrín svaraði meðal annars á þá leið að „landslið lögfræðinga” sem hafi skoðað málið meti það sem svo að ekki dugi að ljúka því fyrir dómstólum.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira