Ástæðulaust fjaðrafok vegna taps á fjárfestingum lífeyrissjóðanna Jakob Bjarnar skrifar 8. október 2019 10:49 Gylfi Magnússon bendir á að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi eignir lífeyrissjóðanna aukist um 550 milljarða. fbl/sigtryggur ari Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“ GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, vandar um við þá sem fara mikinn vegna taps sem orðið hefur á fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun; eignir sjóðanna jukust um 550 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins.Vanstillt og vitlaus umræða Gylfi segir umræðuna um lífeyriskerfið oft víðs fjarri staðreyndum. Hann segir „fjaðrafokið vegna taps á sumum fjárfestingum alveg slitið úr samhengi við þá staðreynd að þegar tekin er áhætta verður stundum tap og stundum ávinningur.“ Ef til vill flokkast þetta undir það að benda á hið sjálfsagða en dósentinn telur engu að síður ástæðu til að hnykkja á þessu á Facebooksíðu sinni. Tilefnið er án vafa hatröm umræða sem orðið hefur í samfélaginu vegna Gamma. „Lykilatriði er auðvitað að velja vel svo að sem oftast verði ávinningur (!) en það er ekki gæfuleg fjárfestingarstefna að taka aldrei áhættu. Þess vegna er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt, að sumar fjárfestingar sjóðanna skili tapi. Sumar slíkra fjárfestinga má vitaskuld gagnrýna en það á að gera á grundvelli þess sem menn máttu vita þegar þær voru gerðar, ekki þess sem er vitað löngu síðar.“ Eignir jukustu um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins Gylfi bendir á að líklega hafi fjárfestingar sjóðanna aldrei skilað meiri ávöxtun í krónum talið en það sem af er þessu ári. „Eignir sjóðanna (þ.e. sjóðfélaga!) jukust um 550 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Þar af er ávöxtun á að giska 480 milljarðar, hitt eru iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur. Það er auðvitað rétt að anda í gegnum nefið þegar svona tölur birtast, það er langtímaávöxtunin sem skiptir öllu (og horfur um hana eru ekkert sérstaklega bjartar, því miður), ekki skammtímasveiflur, en það má alveg gleðjast í smástund fyrir hönd lífeyrisþega í nútíð og framtíð.“
GAMMA Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira