Það hafa verið hæðir og lægðir í byrjun Hollendingsins á Ítalíu eftir að hann gekk í raðir liðsins í sumar er hann kom frá Ajax.
Hann var á tímapunkti kominn á bekkinn og fóru þá sögusagnir í gang um að Sarri, stjóri Juventus, sagði að hann væri of þungur og væri búinn að setja hann á lágkolvetna mataræði.
Juventus defender Matthijs de Ligt laughed off rumours that manager Maurizio Sarri has put him on a special low-carbohydrate diet.
"It really is a wild story. It doesn't surprise me anymore." pic.twitter.com/472YryMnGa
— SBOBET (@SBOBET) October 8, 2019
„Greinin er ótrúleg og þetta kemur mér ekki á óvart lengur. Stundum held ég að ég hafi átt góðan dag en síðan er eitthvað rangt eftir allt saman. Þetta eru þó bara skoðanir. Það mikilvægasta er að ég viti hvað ég gerði rétt og og hvað var rangt. Ég veit það vel.“
„Allir nýjir leikmenn þurfa tíma til að aðlagast. Juventus var með tvo frábæra miðverði fyrir; þá Chiellini og Bonucci. Planið var að ég kæmi inn hægt og rólega en það breyttist.“
„Auðvitað er frábært að fá að spila og það er frábært tækifæri. Það mikilvægasta sem ég hef lært hingað til er að þú þarft sjálfstraust,“ sagði De Ligt að lokum.
Hann er nú staddur með hollenska landsliðinu en liðið mætir Norður-Írlandi í undankeppni EM 2020 á fimmtudag.