Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2019 19:59 Kúluhúsin rísa án tilskilinna leyfa í Rangárþingi. stöð 2 Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi. Rangárþing ytra Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi.
Rangárþing ytra Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira