Fabian Delph, miðjumaður Everton, mun ekki geta leikið með enska landsliðinu í komandi leikjum gegn Tékkum og Búlgaríu í undankeppni EM.
Delph meiddist aftan í læri í leik Everton gegn Burnley um síðustu helgi. Gareth Southgate landsliðsþjálfari mun ekki kalla á nýjan mann í hans stað.
Dele Alli, leikmaður Tottenham, og Jesse Lingard hjá Man. Utd voru ekki í hópnum og komast ekki inn þó svo pláss hafi losnað.
England er á toppi síns riðils með fjóra sigra í fjórum leikjum.
Enski hópurinn:
Markverðir: Tom Heaton (Aston Villa), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley)
Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Leicester), Joe Gomez (Liverpool), Michael Keane (Everton), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Danny Rose (Tottenham), Fikayo Tomori (Chelsea), Kieran Trippier (Atletico Madrid)
Miðjumenn: Ross Barkley (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), James Maddison (Leicester), Mason Mount (Chelsea), Declan Rice (West Ham), Harry Winks (Tottenham)
Framherjar: Tammy Abraham (Chelsea), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Jadon Sancho (Borussia Dortmund), Raheem Sterling (Manchester City), Callum Wilson (Bournemouth)
