Fyrrum markvörður Barcelona, Victor Valdes, er ekki lengur að starfa fyrir félagið eftir að hafa lent í átökum við Patrick Kluivert, sem er yfir unglingastarfi félagsins.
Þeir félagar voru víst mjög ósáttir hvor við annan og það endaði með því að Valdes var rekinn. Hann var að þjálfa U-19 ára lið félagsins.
Valdes þykir mjög efnilegur þjálfari og hafði verið óhræddur við að gagnrýna störf stjórnar félagsins sem hann taldi vera röng. Það kostaði hann starfið á endanum.
Það hjálpaði heldur ekki til að Barca-liðið hans tapaði gegn bæði Dortmund og Inter í unglingadeild UEFA.
Valdes rekinn frá Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
