Frábær árangur í hjartalokuaðgerðum hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 21:15 Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira