Finnur Freyr Stefánsson fer vel af stað sem þjálfari Horsens í dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur stýrt liði sínu til sigurs í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum.
Í dag vann Horsens ótrúlegan 61 stigs sigur á BK Amager, 109-48. Forystan að loknum fyrri hálfleik var 59-17 en tónninn var gefinn strax í fyrsta leikhluta er Horsens hélt Amager í aðeins tveimur stigum.
Amager náði aðeins að rétta sinn hlut í síðari hálfleik og tapaði honum með 19 stiga mun.
Horsens komst í lokaúrslitin í Danmörku í voru en tapaði þá 4-0 fyrir Bakken Bears í úrslitaeinvíginu. Amager í nýliði í úrvalsdeildinni í ár.
Ótrúlegir yfirburðir hjá Finni Frey
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
