Hannes hjólar í Ingibjörgu og Jón Ásgeir vegna skopmyndar í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 12:33 Skopmyndin af Hannesi sést hér til vinstri. Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir sjást hér til hægri. Mynd/Samsett Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook
Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50