Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 21:00 Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00