Frændur andspænis í óguðlegu samstarfi Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. október 2019 14:00 Þrándur Þórarinsson og (Þórarinn) Hugleikur Dagsson opna Andspænis í Gallery Porti í dag. Fréttablaðið/Valli Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira